Birgir Rafn fimmtugur og heldur stórsýningu af því tilefni í Gróskusalnum

Það var margt um manninn þegar listmálarinn Birgir Rafn Friðriksson BRF – opnaði stórsýningu í Gróskusalnum á Garðatorgi í Garðabæ sl. föstudag í tilefni 50 ára afmælis hans.

Yfir 100 verk á sýningunni

Sýninguna kallar hann BAZAR 50 og vísar hún annars vegar til 50 ára afmælisins og hins vegar til þeirrar basar stemmingar sem að hann er að búa til. ,,Ég sýni yfir 100 verk á þessari sýningu svo það er tjaldað upp úr og niður úr líkt og á salon sýningu. Nema ég ætla að veita 30% afslátt af öllum upphengdum verkum í tilefni afmælisins og það er meira basarlegt en salonlegt,” segir hann og bætir við: ,,Úrvalið og stærð- irnar eru líka margar, þó allt málverk og þorrinn af þeim unninn í olíulit.”

Svona sýning hefur ekki ratað áður í Garðabæ

,,Til sýnis og sölu eru verk sem spanna síðasta áratug og einstaka verk sem er enn eldra en það. Mikið til eru verkin máluð á striga en einnig minni verk máluð á olíupappír. Sum eru innrömmuð og önnur eru það bara ekki. Þarna úir hreinlega og grúir öllu saman, pælingum, hugmyndum, tilfinningum, rannsóknum og stúdíum í áferð, lit, tækni og inntaki. Stutt og laggott: Algjör flugeldasýning fyrir augað og ég er viss um að svona sýning hefur ekki ratað áður í Garðabæ og þó víðar væri leitað! Það ætti bara engum að leiðast og allir að finna eitthvað við sitt hæfi og það á góðu verði. Enda ótrúlega margt að sjá og sjón er sögu ríkari,” segir Birgir Rafn, en sýningin stendur til 20. ágúst og það er fimmtudaga og föstudaga milli kl.17-19:30 og laugardaga og sunnudaga milli kl.12-17.

Afmælisbarnið og listamaðurinn Birgir Rafn ásamt Almari Guð-mundssyni bæjarstjóra í Garðabæ þegar sýningin opnaði sl. föstudag

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins