Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Garðabæjar þar sem m.a. var lagt til að sett verði ákvæði sem heimilar bæjarfulltrúum og fulltrúum í fastanefndum bæjarstjórnar að taka þátt í fundum með rafrænum hætti
,,Sveitarstjórnarmönnum/nefndarmönnum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum á vegum bæjarins er heimilt að taka þátt í fundi með rafrænum hætti, séu þeir staddir í sveitarfélaginu Garðabæ eða í erindagjörðum innanlands á vegum þess. Fer um framkvæmd slíkra funda skv. leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga,“ segir í tillögunni sem var samþykkt.
Mynd: Frá fundi bæjarstjórnar í Sveinatungu í mars 2019