Haraldur kjúklingur og annar fiðurfénaður slógu í gegn

List fyrir alla á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins bauð grunnskólanemum á tónleika sem fóru fram í Tónlistarskóla Garðabæjar í síðustu viku. Óhætt er að segja að nemendur hafi kunnað að meta tónlistina og ekki síður sprellið hjá tónlistarmönnunum en það voru þau Hallveig Rúnarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson sem sungu lög eftir Tryggva M. Baldvinsson, Gunnstein Ólafsson og Hildigunni Rúnarsdóttur en mörg laganna eru samin við ljóð Þórarins Eldjárns. Alls áttu að fara fram 9 tónleikar en enn sem komið er hafa aðeins þrír farið fram en tónleikum var frestað vegna veikinda. Tónleikarnir voru haldnir í samstarfi við menningarfulltrúa Garðabæjar og Tónlistarskóla Garðabæjar. Eins og meðfylgjandi myndir sýna fóru listamennirnir á kostum.

Óhætt er að segja að nemendur hafi kunnað að meta tónlistina og ekki síður sprellið hjá tónlistarmönnunum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar