Líðan unglinga í Garðabæ

Miðvikudagskvöldið 7.apríl sl. var haldinn opinn fundur um líðan unglinga í Garðabæ.

Foreldrarölt sett af stað að nýju eftir nokkurt hlé

Í byrjun fundar kynntu fulltrúar frá Grunnstoð Garðabæjar (fulltrúar foreldrafélaga í grunnskólum Garðabæjar) starfsemi þess og sögðu frá undirbúningi foreldrarölts sem er verið að setja af stað aftur í maí eftir nokkurra ára hlé.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, kynnti niðurstöður nýjustu könnunar á á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9., og 10. bekk og fór yfir helstu tölur sem varða unglinga í Garðabæ. Könnunin var framkvæmd í febrúar 2021 meðal nemenda í 5.-10. bekk í öllum skólum landsins. Í könnuninni er spurt um hegðun og líðan barnanna, notkun samfélagsmiðla og tölvuleikja, heilsu og líðan, svefn og klámnotkun. Skoða má niðurstöður könn-unarinnar á landsvísu á vefnum https://www.rannsoknir.is, en nánar verður skýrt frá þeim í næsta Garðapósti.

Mynd eftir Julia M Cameron frá Pexels

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar