Langar þig í fasteign á Spáni? Stóra fasteignakynningin á Grand Hótel í Reykjavík um helgina

Um helgina fer fram Stóra fasteignakynningin á Grand Hótel í Reykjavík þar sem gestir geta kynnt sér allt varðandi fasteignakaup á Spáni. Það er fasteignasalan Novus Habitat sem stendur fyrir viðburðinum og hefur boðið hingað til lands fulltrúum spænskra byggingaraðila á Costa Blanca og Costa Cálida svæðunum sem kynna munu allt það nýjasta sem í boði er í fasteignakaupum á Spáni. Til að mynda verða frumsýndir glænýir íbúðakjarnar á kynningunni um helgina þannig að gestir verða fyrstir í heiminum til að fá upplýsingar um þær eignir.

„Með okkur í för verða byggingaraðilar sem hver og einn hefur sitt sérsvið,“ segir Steina Jónsdóttir sem er sölustjóri Íslandsdeildar Novus Habitat og sinnir íslenskum viðskiptavinum fyrirtækisins. „Til að mynda verða fulltrúar frá Somium sem byggja á hinu vinsæla golf resorti Las Colinas. Aðilar frá Vapf munu frumsýna nýjar íbúðarblokkir í Calpe. JD, sem byggir hið einstaka Santa Rosalia hverfi, mun kynna þær eignir sem þar eru í boði en Santa Rosalia er einstakt hverfi með stærsta manngerða lón í Evrópu. Vermell mun frumsýna nýjar eignir við golfvöllinn í Los Alcázares og Medhouses munu kynna ný einbýlishús í Ciudad Quesada sem hefur verið geysilega vinsælt hverfi á meðal Íslendinga undanfarin ár.“

Kynningin fer fram á Grand Hótel í Reykjavík laugardaginn 16. september og sunnudaginn 17. september á milli klukkan 12 og 17 báða dagana. „Við höfum áður haldið kynningar á Íslandi en aldrei fyrr höfum við fengið svona marga byggingaraðila með okkur heim til að sýna það helsta sem er í boði í fasteignakaupum á Spáni,“ segir Steina. „Að auki munu aðilar frá fasteignasölunni Platinum Canary kynna eignir á Tenerife en Íslendingar hafa í auknum mæli verið að fjárfesta í eignum þar undanfarin ár og mikið af spennandi tækifærum þar líka.“

Alltaf á heila tímanum munu Steina flytja fyrirlestra um kaupferlið sjálft og önnur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga. Hún hefur búið og starfað á Spáni í nítján ár og segist hvergi annars staðar vilja vera. „Hér er ekki eingöngu verið að fjárfesta í fasteigninni sjálfri því hér eru lífsgæðin mikil; birtan og loftslagið gerir okkur gott, og ekki spillir verðlagið og fersk matvaran við Miðjarðarhafið fyrir,“ segir Steina.

Steina segir fólk kaupa fasteign á Spáni af ýmsum ástæðum. Sumir vilji setjast að á meðan aðrir kaupi hús til vetrardvalar eða til að nýta í sumarleyfum fjölskyldunnar. ,,Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval eigna og spönnum stórt svæði, allt frá Denia í norðri til Mar Menor í suðri, auk Tenerife, sem margir þekkja vel, en þar erum við með framúrskarandi samstarfsaðila sem sinna landanum.“

„Og nú um helgina ætlum við að fjölmenna á Grand Hótel en með okkur verða byggingaraðilar sem ætla að kynna ólík fasteignaverkefni og staðsetningar og sumir munu meira að segja frumsýna ný og spennandi verkefni fyrir gesti á kynningunni. Ég verð svo með fyrirlestur um kaupferlið og aðrar hagnýtar upplýsingar á heila tímanum báða dagana og þess á milli má gæða sér á veitingum og láta sig dreyma um sól og sumar á Spáni,“ segir Steina.

Kynningin er öllum opin, bæði þeim sem eru forvitnir um tækifærin sem felast í fasteignakaupum á Spáni, líkt og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu og vilja kynna sér það sem byggingaraðilarnir hafa upp á að bjóða áður en tekin er ákvörðun um kaup.

„Hér er ekki eingöngu verið að fjárfesta í fasteigninni sjálfri því hér eru lífsgæðin mikil; birtan og loftslagið gerir okkur gott, og ekki spillir verðlagið og fersk matvaran við Miðjarðarhafið fyrir,“ segir Steina.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar