Kósí kertasmiðja fyrir alla fjölskylduna

Laugardaginn 19. nóvember kl. 13 fer fram kertasmiðja á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7.
Það er Ísabella Leifsdóttir sem leiðbeinir í kertasmiðjunni þar sem fjölskyldur geta sameinast um að gera falleg kerti til heimilisnota eða til gjafa.

Gott er ef þátttakendur taka með sér ílát, potta, glös eða dósir en Ísabella verður einnig með allskonar ílát meðferðis sem þátttakendur geta notað.

Ókeypis gæðastund fyrir alla fjölskylduna.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar