Náttúrulegar dekurvörur í jólapakkann þinn

Það styttist óðum í jólin og þá er um að gera að dekra við ástvini sína með fallegum gjöfum, en á Dalveginum í Kópavogi er heildsalan RS-snyrtivörur til húsa, sem er umboðsaðili L‘Occitane en Provence & Erborian á Íslandi, en frá árinu 1976 hefur L’Occitane en Provence, framleitt og selt náttúrulegar snyrtivörur, húðvörur og hárvörur. Allt eru þetta vörur sem auka vellíðan með það fyrir augum að deila undrum náttúrunnar með umheiminum.

L‘Occitane en Provence býður því upp gott úrval af náttúrulegum dekurvörum sem eru spennandi í jólapakkann auk þess sem hægt er að fá þrjár tegundir af jóladagatölum.

Sigrún Ásgeirsdóttir, er framkvæmdastjóri RS-snyrtivara og hún varð spurð nánar út í vörulínu L‘Occitane en Provence og fyrir hvað merkið stendur? ,,L‘Occitane var stofnað árið 1976 þegar stofnandinn Olivier Baussan byrjaði að eima ilmkjarnaolíur og selja þær í Provence. Náttúran skiptir okkur gríðarlega miklu máli þar sem að aðal innihaldsefnin í vörunum okkar eru fengin úr náttúrunni. Þannig að náttúrulegar vörur frá Suður-Frakklandi er góð samantekt yfir L‘Occitane en merkið er einnig með 6 skýrar skuldbindingar sem leggja áherslu á að vernda plánetuna okkar og koma fram við fólk og umhverfi af virðingu,“ segir hún.

Við erum ræktendur breytinga

Og kjörorð L‘Occitane en Provence er: ,,Við erum ræktendur breytinga“. ,,Þetta hugarfar skiptir okkur miklu máli og snýst um að við gerum okkar besta til að skapa jákvæðar breytingar fyrir heiminn og við reynum alltaf að hvetja alla í kringum okkur til að gera slíkt hið sama. Þetta endurspeglast í skuldbindingunum okkar sem eru meðal annars að virða líffræðilegan fjölbreytileika, styðja við hráefnisframleiðendur okkar, minnka sóun með því að bjóða upp á áfyllingar, nota endurunnar umbúðir og minnka notkun á umbúðum. Við höfum stuðlað að valdeflingu kvennanna sem framleiða fyrir okkur Shea smjörið í Búrkína Fasó og við höfum stutt við samtök sem stuðla að því að minnka blindu í heiminum með sölu á styrktarvörum.“

Og þið bjóðið upp á fjölbreytta vörulínu af snyrti- og húðvörum frá L‘Occitane en Provence? ,,Já, L‘Occitane býður upp á gott úrval af hágæða líkams, hár- og húðvörum. Innihaldsefni skipta gríðarlega miklu máli og erum við í stöðugri þróun að gera vörurnar eins hreinar og hægt er.“

Lykilatriði að bera á sig góð krem á húð og líkama

Er mikilvægt fyrir húðina að bera á sig og nota góð andlits- og líkamskrem? ,,Það er lykilatriði að bera á sig góð krem á húð og líkama. Þar skipta innihaldsefnin öllu máli og mikilvægt er að kynna sér þau vel þegar kaupa á slíkar vörur. L‘Occitane er í stöðugri vinnu við að betrumbæta formúlurnar sínar en stór hluti af okkar vörum er nú kominn með Clean Charter stimpil en þá er yfir 95% af innihaldsefnunum af náttúrulegum uppruna eða 95% niðurbrjótanleg í náttúrunni.“

Karlmenn farnir að hugsa betur um húðina

Og L‘Occitane er einnig með vörulínu fyrir herrana – er það alltaf að aukast – herrarnir farnir að hugsa betur um sig? ,,Já, við erum með gott úrval fyrir herrana og eru þær vörulínur mjög vinsælar. Í dag eru karlmenn almennt farnir að hugsa betur um húðina og það er mjög skemmtilegt að fá þá til okkar og ráðleggja þeim vörur sem henta best fyrir hvern og einn.“

Frábært úrval af tilbúnum gjafasettum fyrir jólin

Þið eruð með margar góðar og fallegar vörur sem eru tilvaldar í jólapakkann – hvað þá helst og hvað hefur verið vinsælast hjá ykkur í gegnum tíðina? ,,Við erum með frábært úrval af tilbúnum gjafasettum og þau hafa verið gríðarlega vinsæl síðustu árin. Það má finna gjafasett fyrir allan aldur og öll kyn hjá okkur og ekki síst fyrir þá sem eiga allt! Almond og Shea Butter vörulínurnar okkar eru vinsælastar heilt yfir árið en við erum einnig með tímabundnar vörulínur fyrir jólin sem eru alltaf vinsælar, alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það er svo hægt að velja vörur sem eru í uppáhaldi og setja þær í fallegan gjafapoka eða gjafakassa frá okkur.“

RS-snyrtivörur eru með frábært úrval af tilbúnum gjafasettum og þau hafa verið gríðarlega vinsæl síðustu árin

Einn dekurmoli á dag í desember

Þið hafið lengi verið með gott úrval af töfrandi smágjöfum en nú bjóðið þið einnig upp á sérstök jóladagatöl fyrir jólin? ,,Já við erum með þrjú dagatöl þetta árið, klassíska, lúxus og umhverfisvæna dagatalið. Dagatöl eru einmitt orðin svo vinsæl í dag og gaman að leyfa sér aðeins til að gera desembermánuð bæði spennandi og skemmtilegan. Einn dekurmoli á dag í desember,“ segir hún og brosir.

Hver er svo draumajólagjöf Sigrúnar? ,,Slakandi freyðibað, ilmkerti og góð bók til þess að slaka á eftir álagið í desember. Og ekki væri verra að hafa konfektmola og góðan kaffibolla á kantinum.“

Eins og áður hefur komið fram þá er heildasalan á Dalveginum, en svo er sérstök L‘Occitane verslun í Kringlunni? ,,Já, heildsalan er staðsett á Dalveginum og svo er verslunin á fyrstu hæð í Kringlunni. Hún er einmitt oft kölluð „gula búðin í Kringlunni“ þar sem að það er einkennislitur vörumerkisins og er búðin mjög litrík, hlý og falleg. Við erum einnig með vefverslun en sumir vilja einfaldlega panta og fá sent heim til að auka þægindin. Netpantanir eru einnig afgreiddar á mjög persónulegan hátt og fáum við oft að heyra hvað það sé gaman að fá pakka frá okkur.“

Einhverskonar dekur slær alltaf í gegn

Þannig að jólagjöfin í ár er eitthvað spennandi frá L‘occitane? ,,Ef það er einhver gjöf sem slær alltaf í gegn þá er það einhverskonar dekur. Við erum með gott úrval af allskonar dekurgjöfum sem henta öllum aldri og öllum kynjum. Það er bæði hægt að koma við hjá okkur í Kringlunni þar sem allt okkar frábæra starfsfólk aðstoðar við að finna réttu gjöfina, svo er hægt að panta og fá sent heim eða á pósthús,“ segir Sigrún.

Á forsíðumyndinni eru frá vinstri, Birna Guðmundsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir og Anna Lilja Gunnarsdóttir.

,,Ef það er einhver gjöf sem slær alltaf í gegn þá er það einhverskonar dekur. Við erum með gott úrval af allskonar dekurgjöfum sem henta öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Sigrún.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar