20,9% keppenda frá GKG og 3,9% frá Oddi

Íslandsmótið í golfi hefst í dag á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. 

Gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að komast inn á keppendalista Íslandsmótsins. Alls skráðu sig 200 til leiks en aðeins 153 komust inn á keppendalistann.

Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem færri komast að en vilja á Íslandsmótinu í golfi.

Keppendur eru alls 153 og koma þeir frá 18 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu.

Flestir keppendur eru frá GR eða 35 alls og tæp 23% af heildarfjölda keppenda. Næst flestir keppendur koma frá GKG eða 32 keppendur sem er 21% keppenda, alls 12 konur og 20 karlar. Heimamenn í Oddi er alls 3,9% keppenda eða 6 talsins, tvær konur og fjórir karlar.

Alls eru 9 golfklúbbar með keppendur í kvenna – og karlaflokki.

Mynd. golf.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar