Inflúensubólusetning á heilsugæslunni í Garðabæ

Bólsetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslunni í Garðabæ. Í október er einstaklingum í forgangshópum boðið upp á bólusetningu. Í forgangi eru: 

• Einstaklingar sem eru 60 ára eða eldri 
• Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. 
• Þungaðar konur 

Þessir hópar fá bóluefnið ókeypis en greiða komugjald sem er 500 kr. Eldri borgarar og öryrkjar eru undanþegnir komugjaldi.  
Opið er frá kl 08:30-15:00. Boðið er upp á að bóka tíma í bólusetningu kl 10.00-12.00 og 13.00-15.00.  

Til að flýta fyrir er gott að vera í stutterma bol eða skyrtu. Á heilsugæslunni er grímuskylda. 

Að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar