Kátar konur á Garðaholti

Félagskonur í Kvenfélagi Garðabæjar komu saman 5. október á Garðaholti eftir langt hlé. Þar voru fagnaðar fundir, þar sem konur skrýddust úrvali hatta.

Eftir góðan kvöldverð sem framreiddur var af Óla kokki nýjum rekstrar aðila Garðaholts, komu fram ungar stúlkur þær Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir og Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og sungu nokkur lög úr frumsömdum söngleik þeirra sem fjallaði um líf og störf Pálmars Ólasonar afa Tinnu. Þeim var afhentur 100.000 kr. styrkur til eflingar listsköpun þeirra.

Konur gleðjast yfir því að vetrarstarfið er hafið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar