Guðjón lætur af störfum eftir 40 ár sem bæjarritari og 736 bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórn Garðabæjar fundaði í Sveinatungu fimmtudaginn í síðustu viku og þar bar ,,helst” til tíðinda að í lok fundar kvaddi Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar sér hljóðs og óskaði eftir heimild fundarins til að taka á dagskrá kveðjustund fyrir Guðjón Erling Friðriksson sem var að láta af störfum eftir 40 ár sem bæjarritari og 736 fundi sem fundarritari bæjarstjórnar, en fyrsti bæjarráðsfundur sem Guðjón sat og ritaði fundargerð var 10. janúar 1984.

Sigríður Hulda og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, fluttu bæjarritara falleg kveðjuorð og afhentu honum blómvönd að gjöf, en viðtal má finna við Guðjón í Garðapóstinum sem kom út í gær, en hægt verður að lesa viðtalið á vefsíðunni (www.kgp.is) klukkan 11:30 á morgun (föstudag)

Forsíðumynd: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari Garðabæjar til 40 ára ásamt Sigríðu Huldu Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, þegar Guðjón var kvaddur á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins