Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga um uppgjör og frágang samkvæmt kaupsamningi Ríkissjós Íslands og Garðabæjar um jörðina Vífilsstaðir.
Kaupverð jarðarinnar var kr. 588.600.000 og greiddi Garðabær við undirritun kaupsamnings kr. 99.300.000.
Kaupsamningsgreiðsla að fjárhæð 211.800.00 var á gjaldaga í apríl 2020 en veittur var greiðslufrestur, fyrst til ársins 2021 og síðar til 2022. Gert er ráð fyrir að greiðslan verði innt af hendi núna í janúar 2022.
Þá verður gefið út skuldabréf að fjárhæð kr. 304.044.230 til átta ára vegna greiðslu samkvæmt c-lið 6. gr. kaupsamnings.
Gerðir verða lóðarleigusamningar vegna lóða fasteigna í eigu ríkisjóðs á Vífilsstöðum.
Garðabær kaupir húsnæði að Spítalavegi 11 á 23.2 milljónir
Garðabær mun kaupa húsnæði ríkisins við Spítalaveg 11 þar sem rekin er leikskóli. Kaupverðið er fasteignamat hússin árið 2021 kr. 23.250.000. Kvöð er á húsnæðinu um að Garðabær starfræki leikskóla í húsinu næstu 10 árin. Bæjarráð samþykkir tillögu um uppgjör og frágang samkvæmt kaupsamningi Ríkissjós Íslands og Garðabæjar um jörðina Vífilsstaðir.