Viltu taka til í lífinu?

Margir vilja taka til og taka sig á í byrjun nýs árs og góðu fréttirnar eru þær að hægt er að fá hjálp við málið á Bókasafni Kópavogs. Starfsfólk Bókasafns Kópavogs tók sig til á dögunum og handvaldi nýjar lífstílsbækur inn fyrir safnið. Eru bækurnar komnar í útstillingu á 2. hæð aðalsafns ásamt öðru nýju og gömlu efni um allt sem tengist líkama, heilsu og heimili. Endilega kíkið við og nælið ykkur í efni til að fá hugmyndir og verða fyrir hugljómun í nýju ári. Athugið að hægt er að fara inn á leitir.is til að skoða hvaða efni er til á safninu og til að taka frá efni. Einnig má senda beiðni um frátektir í tölvupósti eða hringja á safnið til að spyrjast fyrir um hvað er til, frátektir eða endurnýjanir. Verið velkomin á aðalsafn og Lindasafn á nýja árinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar