Garðabær hafnaði tilboði sem var 215% yfir kostnaðaráætlun

Á síðasta fundi bæjarráðs Garðabæjar voru opnuð til í byggingu dælustöðvar fyrir vatnsveitu Garðabæjar.

Aðeins eitt tilboð barst í verkið og var það 215% yfir kostnaðaráætlun bæjarins.

Tilboðið kom frá Langeldi ehf. og hljóðaði upp á kr. 123.470.000 en kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á kr. 57.322.950

Bæjarráð hafnar tilboðinu með vísan til laga um opinber innkaup með þeim rökstuðningi að umrætt tilboð væri 215% af kostnaðaráætlun sem lá fyrir við opnun tilboða og 184% af uppfærðri kostnaðaráætlun. 

Bæjarráð hefur falið Almari Guðmundssyni bæjarstjóra að bjóða byggingu dælistöðvar út að nýju.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar