Niðurstaðan veldur vonbrigðum

Vinir Kópavogs sendu frá sér tilkynningu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hagði fjallað um kæru Vina Kópavogs og fleiri aðila vegna deiliskipulags á Fannborgarreit og Traðarreit vestur í miðbæ Kópavogs. Þar segir: ,,Í umfjöllun nefndarinnar kemur fram að ágallar voru á undirbúningi og ákvörðunar meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs um deiliskipulagið. M.a. er bent á að ekki hafi verið gerð nægjanlega vel grein fyrir mati á umhverfisáhrifum og niðurstöðu þess og húsakönnun hafi verið ábótavant. Meirihluti nefndarinnar kemst að þeirri niðurstöðu að ágallar séu, þó ekki nægjanlega miklir til að fella beri skipulagið úr gildi. Tveir af fimm nefndarmönnum telja ágalla svo alvarlega að fella beri skipulagið úr gildi.

Ekki fjallað efnilsefa um 7 af 12 kæruliðum

Niðurstaðan veldur vonbrigðum. Þá vekur það furðu að nefndin fjallaði ekki efnislega um 7 af 12 kæruliðum Vina Kópavogs. Óskað verður eftir skýringum á því og athugað hvort tilefni sé til að leggja málið fyrir umboðsmann Alþingis eða dómstóla til að fá úr því skorðið hvort nefndinni beri ekki að taka alla ákæruliði til efnislegrar umfjöllunar.

Í niðurstöðu nefndarinnar er tíundað sérstaklega að gerð verði áætlun um framkvæmdartíma og áfangaskiptingu framkvæmda í samráði við hagsmunaaðila og þurfi að leggja þá áætlun fyrir bæjarstjórn til samþykktar áður en leyfisumsókn hljóti afgreiðslu og aðaluppdrættir verði samþykktir. Athugun Vina Kópavogs og Öryrkjabandalagsins benda til þess að ómögulegt sé að uppfylla lögbundin ákvæði um aðgengi fatlaða á grundvelli deiliskipulagsins. Það er því verkefni nýrrar bæjarstjórnar að leysa úr þeirri flækju. Bæjarfulltrúar Vina Kópavogs munu standa vaktina í bæjarstjórn og reyna að koma málinu í uppbyggilegan farveg í góðu samstarfi við aðra bæjarfulltrúa.

Vinir Kópavogs telja að ekki sé mögulegt að mæta lögbundnum kröfum um aðgengi fatlaðra án þess að gera gagngerar breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagi og eru vongóðir um að það takist í breiðu samstarfi.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar