Garðabær fær rúmar 488 milljónir fyrir 26 lóðir í Kumlamýri

Alls bárust um 84 umsóknir í 26 parhúsalóðir í Kumlamýri á Álftanesi, en Garðabær auglýsti um miðjan nóvember til sölu byggingarrétt parhúsalóða í Kumlamýri á Álftanesi.

Tilboðin voru opnuð í morgun á fundi bæjarráðs Garðabæjar og hljóða 26 hæstu tilboðin upp á samtals 488 milljónir króna samanlagt. Það á eftir að fara betur yfir tilboðin og athuga áreiðanleika þeirra, en það lítur út fyrir að lægstu tilboðin, sem náðu inn og fá lóð, eru upp á 17 milljónir króna. Í það minnsta fjórir buðu 17 milljónir fyrir eitt parhús (34 milljónir samtals fyrir parhúsalóðina) og verður líklega dregið um hver þeirra fær síðustu parhúsalóðina.

Hæstu tilboðið sem bárst í lóðirnar voru upp á tæpar 23.670.000 kr. (47.340.000 kr. fyrir parhúsalóðina/tvö parhús), en lægsta tilboði og aðeins eitt hljóðaði upp á 10 milljónir króna, en eins og áður segir þurfi tilboð upp á 17 milljónir til að eiga möguleika á að fá lóð í Kumlamýri.

Þannig að meðalverð fyrir parhúsalóð var 37.585.000 kr. eða 18.792.500 kr. á hús.

Tilboð verða nú yfirfarin og tekin fyrir að nýju á fundi bæjarráðs 21. desember nk.

Þeir tveir einstaklingar, Jóhann Svavar Jóhannsson og Krystian Jerzy Sadowski, sem áttu hæsta sameiginlega tilboðið í tvær samliggjandi lóðir fá fyrsta rétt til að velja lóðir á svæðinu. Næsta valrétt eiga þeir sem eiga næsthæsta tilboð og svo koll af kolli.

Skilyrði fyrir samþykki tilboðs er að tilboðsgjafar séu fjárráða og ekki í vanskilum við Garðabæ.

Þegar tilboð í samliggjandi lóðir hefur verið samþykkt skal viðkomandi tilboðsgjöfum veittur frestur í 14 daga til að leggja fram staðfestingu banka eða lánastofnunar varðandi fjárhagsstöðu sína, fjármögnun lóðar og skal koma fram að báðir tilboðsgjafarnir í sameiginlegu tilboði geti staðið undir kostnaði sem áætlaður er vegna byggingarframkvæmda, greiðslu gatnagerðargjalda og kaupa á byggingarrétt lóðarinnar.

Tilboðsfjárhæð fyrir byggingarrétt skal innt af hendi innan 20 daga frá samþykki bæjarráðs á tilboðum. Gatnagerðargjald skal greitt við útgáfu á byggingarleyfi.

Alls voru 26 parhúsalóðir í boði, en 84 sóttu um.
Kumlamýri er innan hvíta punktaalínureitsins

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar