Æfingatímabili barna-, unglinga- og afreksstarfsins lauk í lok nóvember og þá gerðu iðkendur GKG gerðu sér glaðan dag með æfingum og leikjum í Íþróttamiðstöðinni. Í kjölfarið var svo pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, efnilegustu og kylfinga ársins.
Uppskeruhátíðin var tvískipt til að tryggja betur öryggi og sóttvarnir.
Sérstakar viðurkenningar 2021
Frá árinu 2007 hefur GKG veitt sérstakar viðurkenningar í lok hvers tímabils til handa 18 ára og yngri.
Kylfingar ársins eru piltur og stúlka sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í mótaröðum GSÍ.
Efnilegustu eru þau sem hafa sýnt hvað mestar framfarir í mótum milli ára.
Mestu framfarir eru þau sem hafa lækkað forgjöf sína hlutfallslega mest, þá sérstaklega í gegnum í mótaþátttöku.
Einnig er tekið tillit til þátttöku og árangurs í mótum, ástundunar, liðsvinnu, hugarfars, metnaðar ofl.
Mestu framfarir pilta: Guðmundur Snær Elíasson
Lækkaði forgjöfina úr 10,2 í 6 eða um -41% og er lang stærsti hluti lækkunar komi úr keppn-ishringjum. Sigraði í sínum flokki í Meistaramóti GKG.
Mestu framfarir stúlkna: Eva Fanney Matthíasdóttir
Lækkaði forgjöfina 24,8 í 15,7 eða um -9,1 (-37%), stærsti hluti lækkunar er kominn úr keppnishringjum. Eva Fanney er mjög dugleg að æfa og spila. Sigraði í sínum flokki í Meist-aramóti GKG.
Efnilegastur pilta (mesta bæting í mótum milli ára) Arnar Daði Svavarsson
Arnar Daði lækkaði forgjöfina úr 17,8 í 5,9 eða niður um -11,9 (-67% lækkun)! Hafnaði í 4. sæti á stigalista GSÍ U14. Sigraði í Meistaramótinu í sínum flokki. Fór og tók þátt í fyrsta sinn í alþjóðlegu móti á Spáni og tryggði sér sigur.
Efnilegust stúlkna (mesta bæting í mótum milli ára) Helga Grímsdóttir
Helga hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og lækkaði forgjöfina úr 17,2 í 9,9 eða niður um -7,3 (-42%) milli ára. Hún hafnaði í 6. sæti á stigalista 14 ára og yngri á mótaröð GSÍ. Helga er hörkudugleg og sýnir gott keppnisskap og góða framkomu innan vallar sem utan.
Kylfingur ársins (verðlaun fyrir framúrskarandi árangur):
Piltar: Gunnlaugur Árni Sveinsson
Gulli átti frábært ár þar sem hann sigraði í þremur mótum á Unglingamótaröð GSÍ í flokki 15-16 ára, þ.á.m. Íslandsmótinu í höggleik. Hann varð síðan stigameistari í sama flokki. Gulli átti sæti í piltalandsliðinu sem keppti á EM pilta í sumar. Frábær fyrirmynd sem sýnir hvað markvissar og miklar æfingar geta skilað góðum árangri.
Stúlkur: Karen Lind Stefánsdóttir
Hún hafnaði í 5. sæti á stigalista 15-16 ára á Unglingamótaröð GSÍ þar sem hún náði best 4. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni og 5. sæti í Íslandsmóti unglinga í höggleik. Tók þátt í þremur mótum á Stigamótaröð GSÍ þar sem hún náði best 5. sæti í Íslandsmótinu í holukeppni. Karen Lind hefur sýnt mikinn dugnað við æfingar og keppnir undanfarin ár og er vel að þessari viðurkenningu komin.