Forsetinn mætti á æfingu

Að sjálfsögðu var skellt í eina hópmyndatöku

Krakkarnir í minnibolta í körfubolta á Álftanesi buðu nágrönnum sínum úr Stjörnunni í heimsókn til þess að spila nokkra æfingaleiki sunnudaginn 16 maí. Vel tókst til og var þetta upprennandi körfuknattleiksfólk Garðabæjar sér og sínum til mikils sóma. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson var á svæðinu og fylgdist með leikjunum. Að sjálfsögðu var skellt í hópmyndatöku og allir sammála um að endurtaka leikinn að ári.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson fylgdist með körfuboltaleikjum í minniboltanum á milli UMF Álftaness og Stjörnunnar og að sjálfsögðu var tekin hópmynd af öllu liðinu með forsetanum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar