Bæjarráðs Kópavogs hefur samþykkt erindi umhverfis- og samöngunefnd Kópavogs að hafna tillögu um hækkun hámarkshraða í Austurkór og á Kóravegi úr 30 km í 40 km. Þá samþykkti bæjarráð einnig að hámarkshraði á Salavegi verði lækkaður úr 50 km í 40 km.
Langt yfir leyfilegum hraða
Bæði Austurkór og Kóravegur er skilgreindar sem íbúðargötu, en samkvæmt umferðarmælingum var algengasti hraðinn í Austurkór 45 km en hann er mun hærri á Kóravegi eða 56 km, en eins og áður segir er hámarkshraðinn í þessum götum 30 km.
Ökumenn beri meiri virðingu skiltuðum hámarkshraða
Í rökstuðningin fyrir hækkun hámarkshraða í Austurkór og Kóravegi segi: ,,Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.“
Lækka hámarkshraða á Salavegi
Þá var samþykkt að lækka hámarkshraða á Salavegi úr 50 km í 40 km, en samkvæmt umferðarmælingum frá 2017 sýnir að algengasti hraði er 57 km/klst. ,,Gatan er ákaflega sambærileg Kóravegi í uppbyggingu og virkni og því eru skilgreiningar í umferðarskipulagi á Kóravegi sem íbúðagata og Salavegar sem safngötu lítið eitt furðulegar. Rétt eins og á Kóravegi liggja gönguleiðir skólabarna yfir götuna og fjöldi umferðaróhappa á slysakorti sambærilegur. Til að halda samræmi ætti því leyfður hámarkshraði ætti að vera sá sami á Salavegi og Kóravegi.“