Það er mikið undir hjá Gettu-betur liði FG í kvöld, fimmtudaginn 15. febrúar, en þá mætir liðið í sjónvarpssal RÚV og tekst á við ríkjandi meistara, Menntaskólann í Reykjavík. Í síðustu umferð, sem var þann 17. janúar sl. mætti liðið Flensborg á Rás 2 og sigraði með 21 stigi gegn 15.
Lið FG skipa Patrik Dagur Sigurðsson, Aron Unnarsson og Brynja Sævarsdóttir og þau hafa æft grimmt síðustu vikurnar fyrir kvöldið og ekki veitir af enda FG að mæta ríkjandi meisturum Gettu-betur auk þess sem MR er sig-ursælasta lið keppninnnar. Það getur allt gerst í kvöld þó að tölfræðin sé vissulega MR í hag, en liðið hefur unnið Gettu betur alls 24 sinnum. FG hefur einu sinni unnið keppnina en það var árið 2018, liðið tapaði svo úrslita- rimmunni árið 2022 og lenti í 2. sæti. Áfram FG, sendum jákvæða strauma til okkar flotta liðs.
Forsíðumynd: Lið FG í Gettur-betur skipa Patrik Dagur Sigurðsson, Aron Unnarsson og Brynja Sævarsdóttir