FG-ingar drukku í sig norska menningu

Hópur nemenda í FG, alls tólf, fóru vikuna 16.-20 janúar sl. til Lilleström og Osló í Noregi, til að taka þátt í Erasmus-verkefni, ásamt heimamönnum frá Noregi og hópi frá Spáni. Gistu nemendur hjá norskum fjölskyldum allan tímann.

Verkefnið gengur út á sögu, menningu og þjóðareinkenni landanna þriggja, en þátttakendur frá Spáni koma frá borg- inn Lugo, sem er á NV-Spáni, í héraðinu Galisíu. Fóru nemendur í skólann með vinum sínum, en einnig var farið á söfn, víkingamenning könnuð, farið í fjársjóðsleit, á skíði og fleira skemmtilegt gert. Óhætt er að segja að nemendur með óbókstaflegum hætti hafi ,,drukkið“ í sig norska menningu og þjóðareinkenni á þessum dögum.

Á lokakvöldi voru meðal annars sendiherra Íslands í Osló, ræðismaður Spánar og borgarstjórinn í Lilleström, en um svokallað ,,pálínuboð“ var að ræða, allir komu með mat með sér.

FG-ingar voru með kynningu á landi og þjóð og þá var einnig flutt tónlistaratriði, sem óhætt er að segja að hafi slegið í gegn.

Í vor koma svo nemendur frá Noregi og Spáni til Íslands.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar