Klara Blöndal vann söngkeppni Félkó

Klara Blöndal úr félagmiðstöðinni Jemen í Lindaskóla varð hlutskörpust í söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi, Félkó en hún söng lagið Hopelessly devoted to you úr Grease.

Árleg söngkeppni Félkó var haldin í Salnum í Kópavogi þann 25.janúar og alls tóku átta félagsmiðstöðvar þátt. Mæting var með besta móti og fylltu áhorfendur Salinn og gott betur.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri setti keppnina ásamt því að veita verðlaun, en henni til aðstoðar voru Sigvaldi Egill Lárusson, formaður menntaráðs og Karen Lind Stefánsdóttir, varaformaður ungmennaráðs . Keppnin var hin glæsilegasta og hæfileikar unglinganna framúrskarandi, en sigurvegararnir munu keppa í söngkeppni Samfés sem sýnd verður á Rúv í maí.

1.sætið hreppti Klara Blöndal úr Jemen (Lindaskóla), í 2.sæti var Vanessa Dalila Maria Rúnarsdóttir Blaga úr Kúlunni (Hörðuvallaskóla), og í 3.sæti var Aldís María Sigursveinsdóttir úr Fönix (Salaskóla).

Á myndinni eru frá vinstri: Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Karen Lind Stefánsdóttir varaformaður ungmennaráðs, Aldís María Sigursveinsdóttir, sem varð í þriðja sæti, Klara Blöndal, sem vann keppnina, Vanessa Dalila María Rúnarsdóttir sem varð í öðru sæti og Sigvaldi Egill Lárusson formaður menntaráðs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar