Félagsmenn GKG geta glaðst – Leirdalurinn opnar á mánudaginn

Þá er loksins komið að því, félagsmenn í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar getað glaðst því vallarstjóri GKG er búinn að taka ákvörðun um að opna Leirdalsvöllur nk. mánudag, en veturinn og kuldinn sem hefur verið undanfarnar vikur hefur seinkað opnun flestra golfvalla á höfuðborgarsvæðinu.

Félagsmenn hafa því val um þrjá velli þegar þeir skrá sig fram að mánudegi.

  • Leirdalsvöllur neðri (9 holur)– hægt að skrá rástíma til og með sunnudegi (11. júní)
  • Leirdalsvöllur (18 holur) – hægt að skrá rástíma frá og með mánudegi (12. júní)
  • Mýrin (9 holur) – engar breytingar
  • Í ár er lögð áhersla á að kylfingar hiti upp og æfi sig í hermunum í sumar. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar