Voru sæmd gullmerki

Við brautskráningu FG þann 27.maí síðastliðinn voru þrír starfsmenn Fjölbrautaskólans í Garðabæ kvaddir og sæmdir gullmerki skólans fyrir vel unnin störf. 

Guðmundur Ásgeir Eiríksson, tækni og netstjóri hóf störf árið 2000 og sá um tölvu og tæknimál á breiðum grundvelli. Ingibjörg Ólafsdóttir hóf kennslustörf árið 2001 og kenndi fatahönnun og textílgreinar í Myndlistadeild skólans.

Snjólaug Elín Bjarnadóttir hóf störf við skólann árið 1987 og er hún með lengsta starfsferil skólans, en skólinn hóf starfsemi árið 1984.

Snjólaug gegndi ýmsum störfum, bæði sem kennari, deildarstjóri, stallari og áfangastjóri. Síðustu árin hefur Snjólaug verið aðstoðarskólameistari við hlið Kristins Þorsteinssonar. 

Mynd: Gullmerki FG fengu Guðmundur Ásgeir Eiríksson, Snjólaug Bjarnadóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar