Einn milljarður í lán vegna framkvæmda við Urriðaholtsskóla

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri Garðabæjar kom á fund bæjarráðs sl. þriðjudag og gerði grein fyrir tillögu um lántöku bæjarins hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 1.000.000.000. Lánið er jafngreiðslulán með lokagjalddaga 20. mars 2039, verðtryggt með 3,20% föstum vöxtum og án uppgreiðsluheimildar.

Í skilmálum lánssamnings kemur fram að tilgangur lánsins er fjármögnun á verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, nánar tiltekið fjármögnun framkvæmda við byggingu Urriðaholtsskóla.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar