Einn milljarður í lán vegna framkvæmda við Urriðaholtsskóla

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri Garðabæjar kom á fund bæjarráðs sl. þriðjudag og gerði grein fyrir tillögu um lántöku bæjarins hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 1.000.000.000. Lánið er jafngreiðslulán með lokagjalddaga 20. mars 2039, verðtryggt með 3,20% föstum vöxtum og án uppgreiðsluheimildar.

Í skilmálum lánssamnings kemur fram að tilgangur lánsins er fjármögnun á verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, nánar tiltekið fjármögnun framkvæmda við byggingu Urriðaholtsskóla.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins