Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar ætlar að gleðja Garðbæinga

Einn allra ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Kristinn Sigmundsson ætlar að gleðja Garðbæinga og gesti þeirra með söng miðvikudaginn 8. desember kl. 12:15.

Tónleikarnir fara fram í Tónlistarskóla Garðabæjar ef veiran leyfir en hraðprófsniðurstöðu er krafist af gestum og grímuskyldu sömuleiðis. Kristinn ætlar að eftirláta öðrum að syngja jólalög en flytur þess í stað lög eftir íslenska og erlenda höfunda.

Að sögn menningarfulltrúa Garðabæjar geta gestir treyst því að tónlistin sem Kristinn flytur er valin af kostgæfni en tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Tónlistarnæring sem Menningar- og safnanefnd Garðabæjar kostar og er í samstarfi við Tónlistarskólann.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar