Bylovisa skartgripir með nýja gulllínu

Ár er liðið síðan skartgripamerkið bylovisa opnaði verslun í Vinastræti 16 í Garðabæ, en á næsta ári heldur Lovísa Halldórsdóttir gullsmiður upp á 10 ára starfsafmæli merkisins.
 
Lovísa Halldórsdóttir hefur þó starfað sem gullsmiður í 15 ár og er allt í öllu á gullsmíðaverkstæðinu þar sem skartgripirnir eru smíðaðir. Verkstæðið er einnig staðsett í Vinarstræti 16 þar sem hún rekur einnig nýtískulega skargripaverslun þar sem allar vörur eru framleiddar undir hennar eigin vörumerki bylovisa – skartgripir.

Demantar og eðalsteinar

Í síðustu viku var síðan stór stund runnin upp hjá Lovísu en þá kynnti hún fyrstu gulllínuna sína undir merkjum bylovisa. Garðapósturinn spurði Lovísu hvað fælist í nýrri hönnun? ,,Þessi nýja lína okkar Fairy Tails er úr 14 karata gulli og hennar helstu einkenni eru demantar og eðalsteinar í nokkrum litum. Línan er öll handsmíðuð og séstaklega vönduð vara sem við erum ánægð með að fá inn í mikla flóru okkar af silfurskartgripum,“ segir Lovísa.

Þú hefur starfað í 15 ár sem gullsmiður, hefur þú lítið unnið með gull þar sem þetta er fyrsta gullínan þín? ,,Nei, alls ekki, ég vann á öðru verkstæði í nokkur ár við gullsmíðar og hef boðið kúnnum mínum síðustu ár upp á sérsmíði.“

Ertu ánægð með útkomuna á nýju gulllínununni og hvaðan komu hugmyndirnar og innblásturinn fyrir línunni? ,,Ég er mjög ánægð með útkomuna enda skartgripalínan verið lengi í undirbúningi. Mig hafði langað að gera hágæða skartgripalínu úr eðalmálmi þar sem handverkið fær að njóta sín hið ítrasta. Ég hef lengi haft blæti fyrir marglium eðalsteinum í fallegum formum. Fyrir valinu var perulaga náttúrulegir eðalsteinar “pear shape” í bland við gæða demanta.“

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Og stefnir þú einnig á að bæta gullskartgripum inn í hina vinsælu skartgripalínun þína, Tails og Fléttur? ,,Góð spurning, þegar maður var kominn af stað í gullinu var nú ekki hægt annað en koma einnig með gullskartið inn í þessar línur. Nú fást hjá okkur hringar, armbönd, festar og eyrnalokkar úr gulli í fiskifléttu og tails línunni.“

Smíðar þú skartgripi eftir óskum viðskiptavina, geta þeir komið með sína hugmynd? ,,Já, við höfum gert það og finnst það mjög skemmtilegt að fá svona persónuleg verkefni til okkar.“

Það er ár liðið síðan þú opnaðir verkstæðið þitt og verslunina í Vinastræti. Hvernig kanntu við þig í Urriðaholtinu? ,,Mér finnst æðislegt hér og viðskiptavinir okkar eru líka mjög ánægðir með okkur hér. Erum efst á holtinu hjá Dæinn kaffihúsi og útsýnið og orkan hér er góð og hverfið að byggjast upp af miklum metnaði.“

Og þú ert með fulla verslun af fallegum skartgripum fyrir jólin? ,,Frá uppgafi hefur verið stefna okkar að framleiða skargripi sem allra flestir geti keypt, bæði sem gjafir og fyrir sjálfan sig. Úrvalið okkar er það mikið að verðflokkarnir eru á mjög breiðu bili. Fiskifléttan enn vinsælust þó hún sé ekki ódýrust. Tails líka mjög stór lína á breiðu verðbili en Örk nýja línan frá því í sumar er vinsæl þessa dagana í pakkana. Ótrúlegt samt hvað salan dreifist á vörur okkar þó við séum komin með 23 mismunandi skartgripalínurn. Það segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt og með gjafir fyrir stóran markhóp.“

Og er svo eitthvað spennandi framundan sem þú mátt gefa uppi? ,,Það er allskonar spennandi framundan á nýju ári sem á eftir að kynna. Loksins ætlum við að koma til móts við karlmenn og koma með fyrstu alvöru herralínuna okkar.“

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar