Bleikur dagur hjá Bpro

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins félagsins í október tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Þann 15. október sl. var síðan Bleiki dagurinn haldinn, en þá voru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku í tilefni dagsins eða fyrirtæki hvött til að hafa bleikt þema í vinnunni. Starfsfólk Bpro létu ekki sitt eftir liggja og voru með bleikt þema í vinnunni, en Bpro og HH Simonsen á Íslandi eru hluti af herferð Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum í Bleikum október, en fyrirtækin styðja við átakið með sölu á Wonder brush hárburstum. Þetta er í annað sinn sem Bpro tekur þátt í þessu magnaða átaki, en árið 2017 söfnuðust rúmar þrjár milljónir sem voru nýttar í ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar