Björg Fenger í hlutverki fjallkonu Garðabæjar

Í ár eins og í fyrra fóru 17. júní hátíðarhöld fram með örlítið breyttu sniði í Garðabæ þar sem í boði var fjölbreytt dagskrá víðs vegar um bæinn.  Að morgni þjóðhátíðardagsins var flutt rafræn kveðja á fésbókarsíðu Garðabæjar þar Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar bauð fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins og Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarávarp.  Því næst var sýnt frá skautun fjallkonu og ljóðaflutningi fjallkonu en Björg Fenger var í hlutverki fjallkonu Garðabæjar árið 2021. 

Skautbúningur og skart frá kvenfélögunum í bænum

Oddný Kristjánsdóttir klæðskeri sá um skautun fjallkonunnar og fræðir áhorfendur í leiðinni um athöfnina og búninginn.  Henni til aðstoðar var blómastúlkan Alexandra Fenger sem klæddist upphlut í eigu Kvenfélags Garðabæjar.  Skautbúningur fjallkonu er í eigu Kvenfélags Garðabæjar og skart fjallkonunnar er í eigu Kvenfélags Álftaness.  

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins