26 hressar konur mættu til leiks

26 hressar konur mættu til leiks, laugardaginn 5. júní s.l., og létu ekki smá vind og nokkra regndropa á sig fá, þegar golfmót Lionsklúbbsíns Seylu á Álftanesi fór fram.

Golfmótið, sem er opið öllum golfkonum, er eitt af árlegum fjáröflunarverkefnum klúbbsins og rennur allur ágóði til góðgerðarmála. Í Lionsklúbbnum Seylu eru rúmlega 20 konur og leggur klúbburinn áherslu á að styrkja góð verkefni í heimabyggð, aðallega tengd börnum, öldruðum eða umhverfinu, en reynir líka að leggja lið öðrum beiðnum um styrki eftir bestu getu.

Klúbburinn verður 10 ára á næsta ári og tekur fagnandi á móti nýjum félögum, en starfið í lionsklúbbi er bæði skemmtilegt og gefandi. Félagsfundir eru einu sinni í mánuði frá september til maí.

Stjórn næsta starfsárs skipa:
Hanna Hilmarsdóttir, formaður, [email protected], Edda Ruth Hlín Waage, gjaldkeri, [email protected] og Guðrún María Skúladóttir, ritari, [email protected].

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar