Bæjarráð skorar á heilbrigðisráðherra – Vilja nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna í Garðabæ

Málefni heilsugæslunnar í Garðabæ voru rædd á fundi bæjarráðs Garðabæjar sl. þriðjudag þar sem Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, skýrði frá fundum og samtölum við ráðherra, ráðuneyti og forsvarsaðila Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfsemi heilsugæslustöðvarinnar á Garðatorgi.

Bæjarráð skorar á heilbrigðisráðherra að hefjast þegar handa við að leita tilboða í hentugt húsnæði fyrir heilsugæsluna í Garðabæ þannig að mæta megi uppsafnaðri þörf fyrir þjónustu hratt og örugglega.

Áhugavert verður að sjá fyrir Garðbæinga hvernig Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra muni bregðast við.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar