Bæjarráð skorar á heilbrigðisráðherra – Vilja nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna í Garðabæ

Málefni heilsugæslunnar í Garðabæ voru rædd á fundi bæjarráðs Garðabæjar sl. þriðjudag þar sem Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, skýrði frá fundum og samtölum við ráðherra, ráðuneyti og forsvarsaðila Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfsemi heilsugæslustöðvarinnar á Garðatorgi.

Bæjarráð skorar á heilbrigðisráðherra að hefjast þegar handa við að leita tilboða í hentugt húsnæði fyrir heilsugæsluna í Garðabæ þannig að mæta megi uppsafnaðri þörf fyrir þjónustu hratt og örugglega.

Áhugavert verður að sjá fyrir Garðbæinga hvernig Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra muni bregðast við.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins