Ætla má að áhrif verkfalls verði víðtæk og að skerða þurfi þjónustu Garðabæjar að einhverju leyti

Á vefsíðu Garðabæjar kemur fram að Stéttafélagið Efling hafi samþykkt beiðni Garðabæjar um undanþágu fá verkfallsaðgerðum og samstarfi við að tryggja almannaöryggi og aðbúnað eldri borgara, barna og ungmenna og fatlaðs fólks á meðan að almenn starfsemi tekur mið að því að virða verkfallsrétt stéttarfélaga.

Með undanþágunum er mögulegt að halda úti mikilvægri starfsemi, svo sem akstri á heimsendum mat til eldri borgara, akstri á skólamat, sinna snjómokstri og hálkueyðingu og þá fékk bærinn einnig undanþágu vegna Samveitna- vatnsveitu og fráveitu. 

 Frístundaaksturs skólabarna og aksturs í íþróttir fellur ekki undir undanþágu frá verkfallsaðgerðum en gera má ráð fyrir starfsemin geti verið órofin í einhvern tíma þar sem starfsmenn er sinna akstri eru ekki í Eflingu og rekstraraðili hefur aðföng til 2 – 3 vikna.

Ætla má að áhrif verkfalls verði víðtæk og að skerða þurfi þjónustu bæjarins að einhverju leyti.

Fréttavefur Garðabæjar verður uppfærður með nánari upplýsingum er þær berast.  

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar