90 nýir led-lampar settir upp á Vífilsstaðaveginum

Á síðustu vikum hefur götuljósum verið skipt út á Vífilsstaðavegi. Um er að ræða 90 nýja led-lampa sem hafa verið settir upp á Vífilsstaðaveginum. Útskiptin á lömpunum eru hluti af þeim verkefnum sem fólust í því að taka yfir veginn frá Vegagerðinni en um síðustu áramót tók Garðabær yfir rekstri Vífilsstaðavegar sem hafði áður verið á forræði Vegagerðarinnar.

Útskipti á ljósastaurum á götum og stígum á næstu árum

Garðabær ætlar einnig á næstu árum að skipta út 1.800 ljósastaurum í Garðabæ fyrir betri ljós, með endingarbetri og orkusparandi ljósaperum með meiri ljósgæðum. Hafist verður handa á þessu ári við að skipta út um 500 ljósum með kvikasilfurperum sem eru á stígum á gönguleiðum barna og í námunda við skóla.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar