Þrír Íslandsmeistaratitlar til GKG

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Þrír ungir kylfingar úr GKG hömpuðu Íslandsmeistaratitlum, þeir Gunnar Þór Heimisson í flokki 13-14 ára, Guðjón Frans Halldórsson í flokki 15-16 ára og Gunnlaugur Árni Sveinsson í flokki 17-18 ára.
Aðrir GKGingar sem komust á pall voru:

Þriðja sæti Björn Breki Halldórsson í flokki U12

Þriðja sæti Eva Fanney Matthías-dóttir í flokki 13-14 ára

Þriðja sæti Arnar Heimir Gestsson í flokki 13-14 ára

Þriðja sæti Elísabet Ólafsdóttir í flokki 15-16 ára

Frábær árangur hjá GKG-fólki, innilega til hamingju!

Þetta var lokamótið á mótaröð GSÍ og voru stigameistaratitlar afhentir af því tilefni og voru Arnar Daði Svavarsson í flokki 13-14 ára og Gunnlaugur Árni frá GKG krýndir stigameistarar.

Mynd: Íslandsmeistarar GKG í holukeppni! Gunnlaugur Árni, Gunnar Þór og Guðjón Frans

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar