Jazzaður bæjarstjóri tók lagið er hann opnaði Jazzhátíð Garðabæjar

Almar Guðmundsson bæjarstjóri setti Jazzhátíð Garðabæjar í gær með því að taka einn gamlan og góðan jazz-slagara fyrir gesti hátíðarinnar. Almar komst nokkuð vel frá því og klöppuðu gestir vel fyrir honum.

Það var margt um manninn þegar hátíðin var sett og enn fleiri mættu í gærkvöldi þegar boðið var upp á Louis Armstrong tribute með Arctic Swing Quintet, en sérstakur gestur kvöldsins var Sigurður Guðmundsson.

Í dag opnuðu dyrnar kl. 11 morgun og klukkan 12 lék Byzantine Silhouette / Skuggamyndir frá Býsans / Folk Band.

Klukkan 15:30 er jazzspjall með Jónatani Garðarssyni og kl. 17:00 er jazzkviss með Pétri Grétarssyni. Á milli leika ungir jazzarar úr Tónlistarskóla Garðabæjar.

Klukkan 20 kemur svo Mezzoforte fram á stóra sviðinu. Á litla sviðinu heldur svo Dj Sammi Jagúar uppi stofustemningunni á milli kl. 22:30 til 23:00

Á morgun sunnudag er svo dagskráin eftirfarandi en hún er tileinkuð Jónasi og Jóni Múla Árnasonum

Klukkan 11.00
Þorpið opnar dyr. Veitingasala og plötubúð og kósístemning.

Á litla sviði klukkan 12.00
Uppáhellingarnir
Lög Jóns Múla við texta Jónasar. Ragnheiður Gröndal – Söngur Matthías Hemstock – Trommur Steingrímur Teague – Píano Andri Ólafsson – Bassi Rögnvaldur Borgþórsson – Gítar

Klukkan 15.30
Jazzspjall. Tómas R. Einarsson segir frá Jói Múli í máli og myndböndum. 

Klukkan 17.00
Ungir jazza. Nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar leika Jóns Múla- og Jónasar lög.

Á stóra sviði klukkan 20.00
Lokatónleikar Jazzþorps Garðabæjar. Jónasar og Jóns Múla tribute.
Anna Gréta Sigurðardóttir – hljómsveitarstjórn og útsetningar
Anna Gréta Sigurðardóttir – Píano
Birgir Steinn Theodórsson – Kontrabassi Matthías Hemstock – Trommur Matthías Stefánsson – FIðla
Þórdís Gerður Jónsdóttir – Selló
Reynir Sigurðsson – Víbrafónn
Ásamt stórsöngvurunum:
Ragnheiði Gröndal, Kristjönu Stefáns, Högna Egils og Valdimari Guðmunds.

Á litla sviði:
DJ Sammi Jagúar lýkur dagskrá Jazzþorpsins 2023.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar