Sumarlestur út í geim

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar verður settur af stað með pompi og prakt laugardaginn 20. maí á Garðatorgi 7, milli kl. 11 og 15. Blaðrarinn verður á svæðinu milli kl. 12 og 13 og býr til blöðrudýr og hægt verður að kríta á torginu.

Sumarlestur er lestrarátak sem hvetur börn til að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetu sinni. Börnin setja sér lestrarmarkmið, skrá lesturinn í lestrardagbókina og fá límmiða fyrir hverja lesna bók. Þau geta síðan fyllt út umsagnarmiða sem þau skila í lukkukassann og úr honum er dreginn lestrarhestur vikunnar hvern föstudag kl. 12 frá 9. júní til 11. ágúst sem fær bók í verðlaun.

Þema sumarlestursins í ár er himingeimurinn og eru börnin hvött til að koma á bókasafnið til þess að næla sér í lesefni og geysast um í bókageimnum í allt sumar! Lokahátíðin er svo haldin 19. ágúst og fá þá allir virkir þátttakendur glaðning.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar