Sumarlestur út í geim

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar verður settur af stað með pompi og prakt laugardaginn 20. maí á Garðatorgi 7, milli kl. 11 og 15. Blaðrarinn verður á svæðinu milli kl. 12 og 13 og býr til blöðrudýr og hægt verður að kríta á torginu.

Sumarlestur er lestrarátak sem hvetur börn til að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetu sinni. Börnin setja sér lestrarmarkmið, skrá lesturinn í lestrardagbókina og fá límmiða fyrir hverja lesna bók. Þau geta síðan fyllt út umsagnarmiða sem þau skila í lukkukassann og úr honum er dreginn lestrarhestur vikunnar hvern föstudag kl. 12 frá 9. júní til 11. ágúst sem fær bók í verðlaun.

Þema sumarlestursins í ár er himingeimurinn og eru börnin hvött til að koma á bókasafnið til þess að næla sér í lesefni og geysast um í bókageimnum í allt sumar! Lokahátíðin er svo haldin 19. ágúst og fá þá allir virkir þátttakendur glaðning.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins