Fjölmennt í útgáfuhófi skáldsögunnar Dúnstúlkan í þokunni

Útgáfuhóf skáldsögunnar Dúnstúlkan í þokunni, sem gerist á Langanesi á öld, eftir Bjarna M. Bjarnason, sem haldið var í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg, var fjölmennt, en Bjarni var bæjarlistamaður Garðabæjar 2019.

Útgefandinn, Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti Veröld byrjaði á að segja frá óvenjulegri æsku höfundarins, sem rakin er í skáldævisögu hans Andlit frá 2003, en Bjarni hafði búið á sextán stöðum um tvítugt í þremur löndum. Þvínæst sagði höfundurinn frá því að þegar hann flutti til afa síns 14 ára, þá hafi afa fundist forgangsatriði að strákurinn færi í sveit sumarið eftir sem vinnumaður. Þetta gerði hann, og svo tveimur sumrum síðar var hann sjómaður eitt sumar frá Hornafirði. Þessi tvö sumur sem gáfu tilfinningu fyrir sjó og landi væru undirstaðan að heimi sögunnar, sem svo var fyllt útí með heimildavinnu.

Bjarni sagði frá einu umsögninni sem komin væri um bókina. Hún væri frá José sem starfar á Te á kaffi við Garðatorg þar sem höfundurinn vinnur mikið. Hann hefði séð bókina, tekið hana upp, lagt að brjóstinu hrifinn, strokið henni og sagt: „Hér í er mikið gott kaffi!“

Katrín Júlíusdóttir, eiginkona höfundar stóð upp að lokum, og sagði frá sinni upplifun af sögunni. Sagði hún það rétt sem José segði um kaffið í sögunni, en í henni væri mikil hlýja, þó að hún væri svört á stundum. Og hún væri eins og kaffið, maður vildi gjarnan meira að einum bolla loknum.

Einar Örn Gunnarsson, Margrét Stefánsdóttir og Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjartri Veröld

Bjarni Bjarnason rithöfundur

Guðrún Zoega, Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ og Vilhjálmur Egilsson

Ragnhildur Pála, Telma Halldórsdóttir og Eiríkur Vigfússon

Benedikt Hjartarson og Jón Bjarni Atlason

Ásgeir Andri Guðmundsson, Berglind Bragadóttir og Katrín Júlíusdóttir

Björn Ágúst Björnsson, Kristín Lúðvíksdóttir og Margrét Arnheiður Jónsdóttir

Einar Örn Gunnarsson og Sindri Freysson

Páll Sigvaldsson og Silje Beite Löken

Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjartri Veröld

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar