Samráð um menningarstefnu

Kópavogsbær vinnur að endurskoðun menningarstefnu bæjarins. Nú leitar bærinn eftir áliti íbúa á drögum stefnunnar og hvernig íbúar telja best að framfylgja henni. Samráðsgátt er opin til  26.apríl.
Stefnuáherslur í menningarstefnunni eru þrjár. Menning fyrir alla er fyrsta stefnuáherslan, en hún snýst um að Kópavogsbær leggur áherslu á að menningarstarf sé aðgengilegt öllum bæjarbúum.
Faglegt starf er stefnuáhersla tvö, en hún snýst um að Kópavogsbær stendur vörð um sérstöðu og faglegt starf menningarhúsa bæjarins.

Víðtækt samstarf er þriðja áherslan Kópavogsbær leggur áherslu á víðtækt samstarf við bæjarbúa, svið og deildir bæjarins og lista-, fræði- og vísindamenn úr ólíkum áttum.

Í samráðsgáttinni geta íbúar komið sjónarmiðum sínum á framfæri með ábendingum í hverri og einni stefnuáherslu og eru áhugasamir hvattir til að taka þátt.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar