Mögnuð menning er framtíðin í Kópavogi

Öflugt menningarlíf er auðlind. Menning aðgreinir þjóðir. Öflug menning auðgar lífið. Öflugt menningarlíf sameinar fólk. Öflug menning býr til betri bæjarfélög. Auðugt menningarlíf eykur lífsgæði og hefur fyrir löngu sannað gildi sitt.

Mikið væri lífið snautt án menningar og lista. En hvað er menning? Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf. Mennig er magnað fyrirbæri og hana ætlum við að efla og styrkja í Kópavogi.
MenningarÁVÍSUN til allra Kópavogsbúa

Við viljum að Kópavogur verði áfram þekktur fyrir öflugt menningar- og listalíf. En menning er ekki merkileg án þátttöku fólks. Okkur í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi dreymir um að íbúar á öllum aldri taki virkan þátt í menningarlífi bæjarins og sæki það sem í boði er til dæmis í okkar frábæru menningarhúsunum við Hamraborgina. En hvað getum við gert til að auðga menningarlífið og vekja áhuga bæjarbúa? Hér koma nokkrar áherslur sem við ætlum að framkvæma á næsta kjörtímabili:

● Við ætlum að dreifa menningarávísun til allra Kópavogsbúa og hvetja þannig til að þeir stundi sín eigin menningarhús

● Við ætlum að vinna markvisst að því að laða til bæjarins fleiri erlenda listamenn og þekktar listahátíðir

● Við sjáum tækifæri til að tengjast betur og styrkja upprennandi listamenn í samstarfi við fagaðila og listaskóla

● Við ætlum að stuðla að virkri listsköpun með því að auðvelda listafólki að skapa sína eigin viðburði í húsum bæjarins

● Við viljum efla menningarhúsin í Kópavogi með enn frekara samstarfi þeirra á milli.

● Við viljum lystagarð á túnið við menningarhús Kópavogs og örva þannig mannlífið

● Við ætlum að finna hentuga staðsetningu fyrir menningarmiðstöð í efri byggðum

Öll þessi loforð okkar gera það að verkum að menningarlífið styrkist og starfið verður fjölbreyttara, eykur víðsýni, örvar samfélagið í heild og þar með efnahagslega framþróun þess. Öflug menningarþátttaka er nefnilega mikilvæg í uppvexti barna og ungmenna. Já, og svo má ekki gleyma því að öflugt menningarlíf ýtir undir jákvæða ímynd bæjarins og laðar að nýja íbúa, innlenda sem erlenda gesti og þannig sjáum við framtíðina í Kópavogi.

Elísabet Sveinsdóttir, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí nk.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar