Heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 150. Kynningarfundur um breytt skipulag á Kársnesi

Kynningarfundur um breitt deiliskipulag á reit 13 á Kársnesi verður haldinn opinn fimmtudaginn 23.júní kl. 17.00-18.30. Reitur 13 afmarkast af Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1,2,3, Þinghólsbraut 77 og 79.

Kynningarfundinum verður einnig streymt á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi þess í stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar – Bílakjallari – 3.800m². 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar