Heiðarleg stjórnmál

Traust á Alþingi, traust á ríkisstjórninni og traust á sveitarstjórnum landsins. Traust er brothætt fyrirbæri. Það tekur langan tíma að byggja það upp og örskamma stund að brjóta það niður. Allt frá hruni hefur traust verið fágæt auðlind sem stjórnmálasviðið hefur barist í bökkum við að skrapa aftur saman. Svo virðist sem stjórnarflokkunum, líkt og fíl í postulínsbúð, sé að takast að brjóta það á ný.

Hvernig getum við byggt upp traust á ný? Besta leiðin til að byggja upp traust er fyrst og fremst að vera heiðarlegur gagnvart því að hafa brotið traust og að axla ábyrgð á brotinu á einlægan og skýlausan hátt. Sá sem ekki axlar ábyrgð á því að hafa vanrækt skyldur sínar, gert mistök eða brotið lög mun ekki öðlast traust á ný.

Embætti ráðherra eða annarra kjörinna fulltrúa er staða sem þjóðin treystir frambjóðendum fyrir. Kjörnum fulltrúum ber því að sýna ábyrgð í starfi. Þeim ber að koma fram við þjóðina af heiðarleika og auðmýkt.

Hvernig getur ríkisstjórn í lýðveldisríki ekki haft það í fremsta forgangi að veita þjóðinni hugarró og byggja upp traust? Það þarf að skipa rannsóknarnefnd Alþingis vegna sölu Íslandsbanka. Það þarf að skoða málið frá öllum hliðum og taka upplýsta ákvörðun svo þingheimurinn og þá einna helst almenningur trúi því að sala ríkisins á bankanum okkar hafi ekki verið spillt og að lög hafi ekki verið brotin eða skyldur vanræktar.

Sönnum það fyrir þjóðinni og endurheimtum traustið, því um hvað snúast völd og um hvað snýst stjórnkerfið okkar ef ekki um traust? Sýnum að valdi fylgi ábyrgð.
Píratar boða heiðarleg stjórnmál. Ef þú vilt taka þátt í því að byggja upp traust á stjórnmálum á ný hvet ég þig til að setja X við P þann 14. maí næstkomandi.

Eva Sjöfn Helgadóttir
Varaþingmaður og frambjóðandi Pírata í Kópavogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins