Sögulegur tvöfaldur sigur hja GKG

Eins og fram kom fyrr í dag á kgp.is fögnuðu Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Aron Snær Júlíusson, GKG, Íslandsmeistaratitlinum í golfi í gær, en þetta er í fyrsta sinn sem þau sigra á Íslandsmótinu í golfi.

Alls hefur GKG sigrað 9 sinnum á Íslandsmótinu í karlaflokki, en Hulda Clara er fyrsti kylfingurinn í kvennaflokki úr röðum GKG sem fagnar þessum Íslandsmeistaratitili og sigurinn er því sögulegur fyrir félagið (GKG) því þetta er í fyrsta sinn sem báðir Íslandsmeistararnir komu úr röðum GKG.

Eins og fram kemur hér að ofan hefur GKG sigrað 9 sinnum á Íslandsmótinu í karlaflokki. Birgir Leifur hefur unnið alls 6 Íslandsmeistaratitla, en aðrir sem hafa sigrað úr röðum GKG eru Sigmundur Einar Másson (2006), Bjarki Pétursson (2020) og Aron Snær Júlíusson (2021).

Myndir: golf.is

Aron Snær vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina í golfi en en hann varð annar í fyrra.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins