Dansinn dunar hjá DÍH

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar býður upp á dans fyrir alla.

Yngstu börnin dansa í Jazzleikskólanum á laugardögum kl. 10.30. Hver tími er í 40 mín. Kenndir eru skemmtilegir barnadansar, mikið sungið og farið í leiki. Þetta eru þroskandi og gefandi tímar fyrir 3-4 ára. Foreldrar eru velkomnir með. Límmiðar gefnir í lok tímans fyrir góðan árangur. Nemendasýning og jólaball í lok námskeiðsins. Námskeiðin eru í 14 vikur.

Hópur 4-6 ára æfir einnig á laugardögum kl. 11.15-12.00. Þessi hópur er byrjaður að æfa samkvæmisdansa og hafa mörg þeirra verið áður í Jazzleikskólanum, en þetta er næsta stig á eftir þeim hópi. Þeim verður boðið að sýna dans á Lotto Open danskeppninni 6.nóvember og einnig verður haldin nemendasýning og jólaball í desember. Foreldrar eru velkomnir. Námskeiðin eru í 14 vikur.

Hópur 5-9 ára framhald í samkvæisdansi æfir 2x í viku. Þessi hópur æfir á mánud. kl. 17.00 í FH og á laugard. Kl. 12.00 í DÍH, Bjarkarhúsinu. Þessi hópur er kominn með grunnsporin í nokkrum samkvæmisdönsum og eru að undirbúa sig fyrir að taka þátt í danskeppnum fyrir þau sem það vilja. Þessi hópur sýndi dans í fyrra á danskeppnum og fengu flotta verðlaunapeninga fyrir þátttökuna.Nemendasýning og jólaball í desember.

Hópur 7-10 ára börn í samkvæmisdönsum æfa 3x í viku. Æfingar eru á mánud. kl. 18.00, miðvikud. kl. 17.00 og á laugard. kl. 13.00. Hver æfing er í 90 mín. Þessi hópur hefur verið duglegur að taka þátt í danskeppnum og gengið mjög vel. Mikill metnaður í gangi og eru flest byrjuð að taka einkatíma samhliða hóptímum. Nemendasýning og jólaball í desember.

Meistarflokkur í samkvæmisdönsum æfa 4x í viku. Æfingar eru á mánud. miðvikud. og fimmtud. kl. 18.00 og á laugard. Kl. 13.00. Mikill metnaður og dugnaður, bæði hjá pörum og einstaklingum. Nemendur taka einkatíma hjá kennurum DÍH eftir samkomulagi og eru dugleg að taka þátt í danskeppnum hér á landi og erlendis.

Street Jazz er kennt í íþróttahúsi Setbergsskóla á þriðjud. og fimmtud. Kl. 18.00 æfa 8-10 ára og kl. 19.00 æfa 11-15 ára. Allt nýir dansar og góðar æfingar. Kennarar eru Andrea Sigurðardóttir og Berglind Jónsdóttir.Þær eru báðar búnar að kenna Street Jazz hjá DÍH í mörg ár og náð góðum árangri með hópana. Settar verða upp danssýningar og haldin nemendasýning og jólaball í lok námskeiðsins. 14 vikna námskeið.

Break Dans verður kenndur áfram hjá DÍH á mánudögum kl. 17.00 og miðvikud. Kl. 18.00 í DÍH, Bjarkarhúsinu. Kennari Natasha Money Royal. Hópurinn er fyrir 8-15 ára. Natasha hefur kennt Break Dans í mörg ár og dansað með mörgum Break hópum sem hafa sýnt og kennt Break dans um land allt. 10 vikna námskeið.

Salsa&Latin tímar fyrir 16 ára og eldri verða á mánud. kl. 18.00 í DÍH, Bjarkarhúsinu. Hver tími er í 60 mín. Kennt bæði fyrir byrjendur og þau sem eru lengra komin. Kennari Margrét Hörn Jóhannsdóttir fyrrum keppnisdansari til margra ára. Námskeiðið er í 8 vikur.

Öll innritun fer í gegnum Sportabler og þar er gengið frá kennslugjöldum. Linkur á innritunarsíðuna er https://www.sportabler.com/shop/danshfj

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar