Upphafi aðventu fagnað með skólabörnum og rafræn

Annað árið í röð var sökum samkomutakmarkanna ekki hægt að fagna upphafi aðventu á Garðatorgi né annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Gripið var til þess ráðs að fá leikskólabörn af Hæðarbóli til að kveikja á trénu á Garðatorgi en börn úr Álftanesskóla til að tendra ljósin á jólatrénu á Álftanesi.

Myndband með söng barnanna af Hæðarbóli og ávarpi Bjargar Fenger forseta bæjarstjórnar og Gunnari Einarssyn bæjarstjóra var sýnt á facebooksíðu Garðabæjar sunnudaginn 28. nóvember og bæjarbúum nær og fjær óskað góðrar aðventu og jóla.

Forsíðumynd: Börnin á Hæðarbóli ásamt jólasveinum á Garðatorgi

Börn úr Álftanesskóla dansa í kringum jólatréð á Álftanesi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar