Tónleikar tveggja kóra eldri borgara í Vídalínskirkju

Í Garðabæ hefur í yfir 20 ár verið starfandi Garðakórinn-Kór eldri borgara í Garðabæ. Starfsemi kórsins hefur verið mjög kraftmikil en þó var starfið erfitt á kóvídtímanum. Þrátt fyrir það hafa nýir félagar bæst við kórinn og nú er komið að því að blása til vortónleika.

Á seinustu árum hefur Garðakóirinn fengið til sín góða gesti bæði á jóla- og vortónleikum. Í ár er það EKKÓ-kórinn, kór eldri kennara sem kemur og syngur með Garðakórnum. Stjórnandi EKKÓ-kórsins er Bjartur Logi Guðnason sem er organisti eins og stjórnandi Garðakórsins, Jóhann Baldvinsson.

Tónleikar kóranna verða í Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun, fimmtudaginn 4. maí kl. 17.00. 
Kórarnir syngja fyrst hvor í sínu lagi en síðan saman nokkur lög. 

Á efnisskránni er fjölbreytt val laga frá ýmsum tímum og munu stjórnendur kóranna sjá um kynningu og undirleik þeirra.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir!

Mynd: Tilbúin fyrir sönginn! Garðakórinn á æfingu sl. fimmtudag.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar