Golfsumarið nálgast – GKG með kynningardag fyrir nýja og eldri félagsmenn

Á fimmtudaginn 4. maí kynnum við starfssemi GKG og það sem er framundan hjá okkur í sumar!

Við bjóðum nýja félagsmenn alveg sérstaklega velkomna og hvetjum til að mæta um leið og við fögnum eldri félagsmönnum.

Stöðvakynningar verða víðsvegar um húsið okkar frá kl. 18-21 þar sem margt skemmtilegt verður á boðstólnum.

Efri hæðin

  • Við kynnum nýtt GKG app sem mun gera upplifun félagsmanna mun þægilegri þegar kemur að skráningu rástíma, móta og upplýsingaöflunar.
  • Golfverslun GKG verður opin á efri hæðinni. Tilboð í gangi og hægt að máta klúbbfatnaðinn frá FJ fyrir árið 2023.
  • Staðan á völlunum og framkvæmdir s.l. vetur.
  • Öldunga-, móta- og kvennanefndin kynna sína dagskrá.
  • Mulligan kynnir sumarmatseðilinn og verður með spennandi tilboð.

Neðri hæðin

  • Kynning á TrackMan hermunum í Ryder/Solheim salnum. 
  • Golfakademía GKG kynnir námskeið og almenna kennslu sem er í boði.
  • Þjálfarar kynna barna-, unglinga- og afreksstarfið.
  • Níu holu púttmót – glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin
  • Næstur holu á 11. á Leirdalsvelli í Trackman – glæsileg verðlaun frá Titleist
  • ÍSAM kynnir nýjustu kylfurnar frá Ping og Titleist

Léttar veitingar verða í boði.

Við hvetjum alla félagsmenn, nýja sem gamla, til að mæta og eiga góða kvöldstund saman eins og GKG-ingum er einum lagið.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsfólk GKG

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar