Stjarnan mætir Aftureldingu í undanúrslitum

Stjarn­an, sem sló út Íslands- og bikarmeistara Vals í karla­flokki, mæt­ir Aft­ur­eld­ingu í undanúr­slit­um Powerade-bikarsins í handknattleik en, dregið var í undanúr­slit í bik­ar­keppni karla og kvenna í hand­bolta fyrr í dag.

Undanúr­slitaleikirnir hjá körlunum fara fram fimmtu­dag­inn 16. mars, en úrslita­leik­urinn fer fram laug­ar­dag­inn 18. mars.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fram og Haukar.

Það verður spennandi að sjá hvort Stjarnan nái að fylgja eftir góðum sigri á móti Val í bikarkeppninni og tryggja sig í undanúrslitaleikinn með sigri á móti Aftureldingu, en Aftureldinga er í þriðja sæti Olísdeildarinnar í dag og Stjarnan í fimmta sæti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar