Hönnunarsmiðjur í Hönnunarsafni slóu í gegn í vetrarfríinu

Dagana 14. og 16. febrúar tóku hönnuðirnir Auður Ösp og Kristín María á móti krökkum og fylgifiskum í smiðjur í Hönnunarsafninu þar sem áhugaverð heimili voru sköpuð.

Þátttaka var góð og ljós að margir áhugasamir og hæfileikaríkir framtíðar-hönnuðir búa í Garðabæ. Á næstu vikum munu allir nemendur 4. bekkja í grunnskólum Garðabæjar sækja slíkar smiðjur og skapa einstakt fjölbýlishús sem sýnt verður á sýningunni Heimurinn heima á Barnamenningarhátíð í Garðabæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar