Stemmning á opnunarhátíð Miðgarðs

  • Opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahússins í Vetrarmýri, stendur nú yfir, en hátíðin hófst klukkan 13 og stendur til kl. 16 í dag. Fjöldi bæjarbúa er þar saman kominn og á meðal þeirra leynast nokkrir frambjóðendur flokkanna í Garðabæ enda styttist óðum í sveitarstjórnarkosningarnar. Það er fjölbreytt skemmtidagskrá í boði á opnunarhátíðinni og gestum gefst kostur á að skoða íþróttamannvirkið sem þegar er komið í notkun fyrir æfingar en fyrsta æfingin var haldin í húsinu í febrúar á þessu ári. 

Á hátíðinni er flutt stutt ávörp bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar, bæjarlistamenn Garðabæjar leikararnir Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 koma fram, þeir bræður Ómar og Óskar Guðjónssynir flytja ljúfa tóna í anddyri hússins og Dj Dóra Júlía þeytir skífum. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna stíga á stokk og fá til sín góða gesti úr Garðabæ. Boðið verður upp á þrautabraut og andlitsmálningu fyrir börn. Íþróttafélög bæjarins verða með kynningu á íþróttastarfi sínu. Kaffi, djús og kleinur eru í boði fyrir gesti og gangandi.

Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir flytja ljúfa tóna í anddyri Miðgarðs

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar