Yoga Nidra í Geðræktarhúsinu

Íbúum Kópavogsbæjar verður næstu vikur boðið í Yoga Nidra í Geðræktarhúsi bæjarins og fer fyrsti tíminn fer fram fimmtudaginn 5.maí og hefst klukkan 16.30.

Geðræktarhúsið stendur við Kópavogsgerði 8. Það var tekið í notkun á síðasta ári og hýsir margvíslega starfsemi sem tengist geðrækt.

Yoga Nidra er öflug hugleiðsluaðferð sem á rætur sínar að rekja til ævaforna jógafræða og er markviss aðferð til andlegrar og líkamlegrar vakningar. Yoga Nidra getur aukið gæði svefns, minnkað streitu og aukið líkamlega vellíðan. Niðurstöður rannsókna hafa leitt i ljós 30 mínútur af Yoga Nidra geti samsvarað fjögurra tíma dúp-svefni.

Í Yoga Nidra tíma er byrjað á léttum yoga stöðum og teygjum, sem henta öllum, áður en lagst er niður á dýnuna og farið í leidda hugleiðslu/slökun.

Iðkendur eru hvattir til að koma með eigin jógadýnu en dýnur verða á staðnum fyrir þá sem ekki eiga. Iðkendur þurfa að koma með hlýtt teppi, púða og jafnvel augnhvílu.

Næstu tímar á eftir verða 12. maí, 19.maí og 2. júní

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins